UM FISKFÉLAGIĐ

Ævintýri undir brú..........
Einn af fyrstu gestum Fiskifélagsins ýtti frá sér tómum diskinum þar sem hann sat á útisvæðinu og sagði: „Það bregst ekki, öll bestu ævintýrin gerast undir brúm.“ Við fengum snarlega samþykki fyrir því að nota þetta sem slagorð.
 
Það er ekki nóg með að matseðillinn sé ævintýri sem ber þig umhverfis hnöttinn, heldur er umgjörð staðarins og samsetning hreinræktað ævintýri. Zimsen-húsið var byggt 1884 og tvöfaldað að stærð 1889 á lóð númer 21 við Hafnarstræti. 2006 var Zimsen húsið tekið af grunni sínum og flutt út á Granda þar sem það var gert upp af alúð og natni eins og sjá má.
 
Við undirbúning Grófartorgs fannst gamli hafnarbakkinn frá 1850 sem nú hefur verið endurgerður sem listaverkið „Flóð og fjara“ af Hjörleifi Stefánssyni og Minjavernd og gefur útisvæðinu einstakt yfirbragð.

 

Opnunartímar.

Mánudagur - Föstudagur. 11:30 - 14:30,

17:30 - 23:30 

Laugardagur. 17:30 - 23:30

Sunnudagur. 17:30 - 23:30